- Advertisement -

Dæmi um spillinguna er sjálftaka launa hjá pólitískt skipuðum ríkisyfirmönnum

Sigurður G. Tómasson skrifar:

Útvarpsstjóri drýgði tekjur sínar með því að lesa sjónvarpsfréttir. 

Árum og áratugum saman var því haldið fram að spilling væri nánast ekki til á Íslandi. Þetta var auðvitað þvættingur, fulltrúar spillingarflokkanna stýrðu því nefnilega hvað útlendingar fengu að vita. Dæmi um spillinguna er sjálftaka launa hjá pólitískt skipuðum ríkisyfirmönnum. Útvarpsstjóri sem nú er þingmaður Sjálfstæðisflokksins drýgði tekjur sínar með því að lesa sjónvarpsfréttir.  Dagskrárstjóri bjó lengi ókeypis í íbúð tengdri húsnæði svæðisútvarps og kom því til leiðar þegar eigandinn er vildi fara að nota íbúðina fyrir sig, að leigunni á öllu húsnæðinu var sagt upp og annað innréttað fyrir tugi milljóna. Engin spilling eða svoleiðis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: