- Advertisement -

Davíð notar Birgi til að koma höggi á Þorstein en hittir flokkinn fyrir

Birgir sveik lit strax að loknum kosningum og gekk í ráðir Sjálfstæðisflokksins.

„Útlend­inga­mál­in eru í upp­námi og benti Birg­ir Þór­ar­ins­son þingmaður ný­lega á að Þor­steinn Páls­son, fv. dóms­málaráðherra, segði Sjálf­stæðis­flokk­inn bera ábyrgð á þeirri stöðu. Það vitnaði að mati Birg­is um að hann vissi ekki hvernig kerfið virk­ar hér,“ segir í leiðara Moggans.

Birgir Þórarinsson, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en var kosinn á þing af kjósendum Miðflokksins. Hann sveik lit strax að loknum kosningum og gekk í ráðir Sjálfstæðisflokksins, hafði áður skrifað grein í Moggann þar sem hann talaði niður til Þorsteins Pálssonar.

Davíð skrifar:

Saman í ríkisstjórn. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar. Halda má að Þorsteini hafi ekki litist sem best á þetta allt saman.

Bend­ir Birg­ir á að Þorsteinn skipi sér nú í hóp Viðreisn­ar, sem styður óhefta mót­töku hæl­is­leit­enda og spar­ar sig hvergi í þeirri kröfu. „Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála beri alla ábyrgð á því ófremd­ar­ástandi sem upp er komið. Nefnd­in er sjálf­stæð í störf­um og úr­sk­urðir henn­ar end­an­leg­ir gagn­vart stjórn­völd­um. Hvorki rík­is­stjórn né Alþingi segja nefnd­inni fyr­ir verk­um né geta kært niður­stöður henn­ar til dóm­stóla.“

Áður en lengra er haldið verður að geta þess að málaflokkurinn hefur verið á forræði Sjálfstæðisflokksins, nánast lengur en elsta fólk man.

„Þetta er valda­mik­il nefnd, sem kost­ar 273 millj­ón­ir á ári. Vafa­sam­ar ákv­arðanir nefnd­ar­inn­ar kosta skatt­greiðend­ur millj­arða.

Nefnd­in ákvað að all­ir þeir sem koma frá Venesúela fái fjög­urra ára vernd og sömu rétt­indi og Íslend­ing­ar í vel­ferðar­kerf­inu. Áhrifa­rík­asta leiðin til að ná tök­um á stjórn­leysi í flótta­manna­mál­um seg­ir Birg­ir að sé að leggja niður kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og færa úr­sk­urðar­valdið í mála­flokkn­um aft­ur til dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Aug­ljóst sé að nefnd­in ráði ekki við störf sín. Hún fylg­ir ann­arri stefnu gagn­vart fólki frá Venesúela en aðrar Norður­landaþjóðir og önn­ur ríki Evr­ópu. Nor­eg­ur veit­ir eng­um frá Venesúela fjög­urra ára vernd. Það sama gild­ir í Dan­mörku. Svíþjóð vís­ar meiri­hluta um­sókna frá Venesúela frá. Spánn hafnaði rúm­lega tíu þúsund um­sókn­um frá Venesúela á síðasta ári. Á Íslandi hafn­ar nefnd­in eng­um og þær frétt­ir bár­ust hratt til Venesúela.

Kær­u­nefnd­in hef­ur ákveðið að svona skuli þetta vera. Dóms­málaráðherra ræður engu um það eða Alþingi, nema það leggi nefnd­ina niður með lög­um.“

Þungi þessara skrifa er ekki árás á Þorstein. Nei, það er árás á allt það fólk sem hefur farið með dómsmálin í landinu. Sem að langmestu kemur frá einum og sama flokknum, Sjálfstæðisflokknum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: