- Advertisement -

Dómgreindarskortur og tvöfeldni Kerrys

Tómas Guðbjartsson.

Tómas Guðbjartsson: „Það er í sjálfu sér allt í gúddí með að John Kerry hafi fengið umrædd umhverfisverðlaun. En það er ferlega hallærislegt að koma til landsins með einkaþotu. Hann hefði a.m.k. átt að þykjast í þetta skipti – og nýtt sér þétta flugáætlun Icelandair frá Bandaríkjunum. Með þessu einkaflugi hefur hann gjaldfellt sjálfan sig sem verðlaunahafa – og sýnt dómgreindarskort og tvöfeldni. Sem ég held að sé býsna viðloðandi hjá æðstu embættismönnum beggja vegna Atlantshafsins. Enda snýst umræðan nú meira um einkaþotuna en það sem hann er berjast fyrir í loftslagsmálum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: