- Advertisement -

Draugagangur í Þjóðminjasafninu

Á Vísi er að finna magnaða frétt um óöld á Þjóðminjasafninu. Þar er rætt við: „Þau Þorvaldur Óttar Guðlaugsson og Helena Mirra Stefánsdóttir fyrrverandi starfsmenn Þjóðminjasafnsins, fara fyrir um tuttugu manna hópi starfsmanna sem krefjast stjórnsýsluúttektar á störfum Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavarðar.“

Lýsingar þeirra eru hreint út sagt kröftugar. Líkja má því sem á gengur sem draugagangi.

„Út á stétt, ýmist kæfð þar með kodda, skotin í hnakkann og urðuð án þess að nokkur hreyfði legg eða lið. Ekki stéttarfélagið okkar, með Þórarinn Eyfjörð 70 milljón króna starfslokaformann Sameykis í broddi fylkingar.“

„Fyrrverandi þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir hafði þá vermt stólinn í um það bil 25 ár eftir að Þór Magnússon hafði gegnt þessu starfi áður. Og margir eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar að sækja um stöðuna þegar hún yrði auglýst laus til umsóknar. Svo varð ekki, því staðan var aldrei auglýst.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Lilja Alfreðsdóttir, þá menntamálaráðherra, skipaði Hörpu Þórsdóttur, sem þjóðminjavörð, án auglýsinga um stöðuna.

Eins og áður sagði hafa um 40 manns verið reknir úr starfi eftir að Harpa tók við sem þjóðminjavörður; sagt sjálft upp störfum sínum eða verið bolað úr starfi með einum eða öðrum hætti. Um tíu af þeim eru starfsmenn sem Harpa réði sjálf til starfa eru horfnir á braut.

Þorvaldur lýsir því sem dæmi að Helena hafi verið framúrskarandi leiðsögumaður en Hörpu hafi alltaf mislíkað útlit hennar. Og hún því neydd til að sjá um kaffið.

„Helena var með bestu leiðsagnirnar, hún hefur þekkingu og þokka til að bera. En henni var bannað að vera með leiðsagnir.“

„Já, ég var með hinsegin nælu en ég hefði allt eins getað verið með hakakross,“ segir Helena.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: