- Advertisement -

Ríkisendurskoðandi sakaður um einelti

Ríkisendurskoðandi er sagður rauði þráðurinn í eineltismálum sem hafa komið upp innan stofnunarinnar sem hann stýrir. Hann fer þar sjálfur með mannauðsmál og starfsfólk upplifir sig vanmáttugt vegna sérstöðu stofnunarinnar,“ segir í nýrri frétt á ruv.is.

Þar segir einnig: „Starfsfólk Ríkisendurskoðunar lýsir ófremdarástandi í starfsmannamálum stofnunarinnar. Niðurstöður áhættumats sem gert var á stofnuninni í fyrra leiddi í ljós að ellefu prósent starfsfólks sögðust hafa orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti eða ofbeldi í vinnunni og 41 prósent taldi sig hafa orðið vitni að slíkri hegðun á vinnustaðnum. Starfsfólk upplifir að ekki hafi verið tekið á málum þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið frá því að áhættumatið var gert.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi og yfirmaður stofnunarinnar, sjálfur rauði þráðurinn í þeim málum sem starfsfólk upplýsti ráðgjafarstofuna um, sem gerði áhættumatið. Hann neitar því í samtali við fréttastofu.

Guðmundur Björgvin segist þó bera ábyrgð á allri starfsemi Ríkisendurskoðunar og ætli ekki að skjótast undan ábyrgð. Hann hafi ráðist í skipulagsbreytingar á embættinu sem mælst hafi misvel fyrir hjá starfsfólki. Hann taki upplifunum starfsfólks af fullri alvöru og að unnið hafi verið skipulega að úrbótum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nánar á ruv.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: