- Advertisement -

Sigríður Björk braut ýmsar reglur

Facebook: Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifaði:

„Samkvæmt þeim fréttum sem fyrir liggja – það eru nú kannski ekki öll kurl komin til grafar – er stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu Þórunnar Óðinsdóttur frá Intra óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Í svipinn vil ég nefna eftirfarandi.

Vörukaup án útboðs. Hámarksupphæð sem þjónustukaup án útboðs mega vera rúmar 28 milljónir m/vsk. Síðan er almenna reglan sú að bjóða þarf þjónustukaup út á evrópska efnahagssvæðinu ef þau fara yfir ákveðna upphæð, en mér sýnist líka vera 20-30 milljónir, en ef þessi kaup heyra undir „social and other specific services“ eru mörkin mikið hærri eða virðast vera 105 milljónir. Allt íslenskar krónur.

Viðskipti Ríkislögreglustjóra við Intru jafngilda því að starfsmaður sé í fullu starfi hjá embættinu, en áætla má að opinber starfsmaður kosti amk. 20 milljónir á ári með aðstöðu. Í þessu tilviki hefði þurft að ráða starfsmann til verkanna sem unnin voru og auglýsa stöðuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar Intra starfar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra telst fyrirtækið fara með opinbert vald. Reglur um opinber innkaup og meðferð opinbers valds gilda því um kaup þess og virðist óeðlilegt að starfsmaður þess kaupi vörur af fyrirtæki eiginmanns síns (Jysk).

Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við að ráða Þórunni Ólafsdóttur í tímabundið starf að embætti Ríkislögreglustjóra. En ef staðan verður viðvarandi þarf að auglýsa hana.“

Hér má lesa frétt RÚV um málið. Fréttastofan þar skúbbaði málinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: