- Advertisement -

Dvergarnir sjö og Samfylkingin

Stjórnmál Haukur Arnþórsson skrifar á Pírataspjallið og skýtur föstum skotum að Össuri Skarphéðinssyni.

Haukur skrifar: „Það er ekki gaman að sjá Össur Skarphéðinsson nudda sér utan í Pírata og jafnvel að yfirbjóða þá í beinu lýðræði, minnugur þeirra orða að lukkutröll myndu reyna að fjötra þá. Össur tilheyrir einum fylgislausasta stjórnmálaflokki landsins.

Vinstri menn eiga samt möguleika á að ná til sín af fylgi Pírata. Með því að leiða til forsætis þá vinstri sinnaða einstaklinga sem leiða skoðanamyndunina í landinu – og viðurkenna þannig að nýir tímar (netsins) séu komnir og nýir leiðtogar. Þannig ætti Samfylkingin að bjóða Agli Helgasyni, Láru Hönnu, Einari Steingrímssyni og Illuga Jökulssyni leiðandi stöður og þingsæti eftir ár – að ógleymdum hinum ágæta Guðmundi Andra Thorssyni – þá myndi landið kannski rísa. En dvergarnir sjö sem leiða Samfylkinguna geta sennilega ekki fengið neinn til þess að skipta um skoðun.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: