- Advertisement -

Eftir tilkomu Heimavalla hefur húsaleiga hækkað um 40 prósent

„Þess má geta að frá því að Heimavellir tóku til starfa í febrúar 2015 hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 40 prósent.“

Þetta segir meðal annars í bókun Sönnu Magdalenu Sósíalistaflokki um verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.

„Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að þar verði ekki gerðir samningar við hagnaðardrifna leigufélagið Heimavelli sem í krafti stærðar sinnar hefur haft mikil neikvæð áhrif á leigumarkaðinn, sem er leigjendum ekki til bóta,“ segir í bókun Sönnu Magdalenu.

Hún var ekki hætt:

„Þess má geta að frá því að Heimavellir tóku til starfa í febrúar 2015 hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 40 prósent.“ Þó umrætt verkefni um ódýrar íbúðir, ungt fólk og fyrstu kaupendur sé háð skilyrðum um að leigufélagið megi ekki hækka leigugjald fyrirhugaðra íbúða á Veðurstofureitnum, nema með leyfi borgarinnar, þá er mikilvægt að Reykjavíkurborg styðji ekki enn frekar við slík hagnaðardrifin leigufélög í þeirri gríðarlegri húsnæðiskreppu sem við búum nú við.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: