- Advertisement -

Með og á móti uppbyggingu á Steindórsreit

Vigdís Hauksdóttir og Þórdis Lilja Þórhallsdóttir. Polar sem takast á.

Það sem oftast er kallað Bykoreitur skal alltaf nefnt Steindórsreitur hér á Miðjunni. Deilt er um uppbyggingu á Steindórsreitur. Einkum vegna þess að væntanlegar íbúðir verða ekki sjötíu heldur 84.

Meirihlutinn: „Breytingin felur í sér óverulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi. Uppbygging á reitnum fellur vel að stefnu Aðalskipulagsins Reykjavíkur um þéttingu byggðar. Heimild til hóteluppbyggingar er tekin út og í staðinn gert ráð fyrir fleiri íbúðum. Varðandi umræðu um umferðarflæði á hringtorginu sem liggur að reitnum þá er stefnt á að hefja greiningarvinnu á svæðinu og hvaða rými þarf undir þær samgöngur. Er stefnt að því að sú greiningarvinna verði í samvinnu við Vegagerðina og fari fram strax á fyrri hluta þessa árs.“

Vigdís Hauksdóttir: Lýst er yfir miklum áhyggjum að þessari uppbyggingu hvað varðar umferðarmál. Nú þegar er hættulegt ástand á Hringbraut hvað varðar þverun og nákvæmlega enginn vilji til að breyta því. Minnt er á að Hringbrautin er þjóðvegur fyrir íbúa Seltjarnarness út úr bæjarfélaginu. Á þessum reit var áætlað að byggja upp hótel en frá þeim áformum hefur nú verið fallið og þess í stað á að fjölga íbúðum á reitnum um 20% – úr 70 í 84. Það þýðir að bílum fjölgar mjög á þessu svæði og eykst þá umferðin á Hringbraut enn frekar. Andvaraleysi borgarinnar og Vegagerðarinnar vegna Hringbrautar er fordæmalaus en fram hefur komið viljaleysi borgarinnar til að bæta úr umferðarmálum á þessu svæði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: