- Advertisement -

Er spilling og vinavæðing, eða ekki?

Meðan Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur sjá spillingu og vinavæðingu hjá Reykjavíkurborg, eru meirihlutaflokkarnir allt annarra skoðunar.

„Órökstuddum dylgjum um spillingu og vinavæðingu er vísað til föðurhúsa. Eins og upplýst hefur verið stendur yfir undirbúningur á nýjum rammasamningum,“ segir í bókun meirihlutans í borgarráði.

Það er svar við bókun flokkanna tveggja.

„Umræða var um rammasamninga og innkaup borgarinnar sem undir skipulags- og samgönguráð heyra. Gagnrýnt er að enginn rammasamningur er í gildi hjá borginni hvað varðar arkitekta-,verkfræði- og hönnunarþjónustu síðan 2014. Við skoðun á rekstri borgarinnar þá hefur komið í ljós að ótrúlegar háar upphæðir fara í þessa verkþætti í nánast öllum verkefnum sem hafa farið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar saman þá gefur það tilefni til frekari skoðunar af hálfu borgarráðs og innri endurskoðanda. Gera verður tafarlaust rammasamning af hálfu borgarinnar vegna þessara verkþátta til að ná fram sparnaði, gegnsæi við innkaup og ekki síst til að forðast spillingu og vinavæðingu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: