- Advertisement -

Hverfisráð verði borgarhlutaráð

Fari sem horfir verða hverfaráðin í Reykjavík aflögð og til verða borgarhlutaráð.

„Borgarfulltrúi Flokks fólksins saknar þess að hverfisráðin heiti ekki áfram hverfisráð nái þessar tillögur fram að ganga. Borgarhlutaráð er orð sem er langt og óþjált,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir í borgarráði.

„Einnig er það mat borgarfulltrúa að tvö hverfisráð ætti að vera í stærstu hverfunum eins og efra- og neðra-Breiðholti. Stýrihópurinn leggur til að tveir kjörnir fulltrúar verði í hverju ráði. Þetta finnst borgarfulltrúa Flokks fólksins vera óraunhæft ef tekið er mið af álagi á þá flokka sem hafa einungis einn borgarfulltrúa og einn varaborgarfulltrúa. Það er mjög mikilvægt að í hverfisráðið geti seti aðrir en borgarfulltrúar og er þá verið að meina að þarna ætti að geta átt sæti fólk sem er á listum allra flokka ef vel ætti að vera. Tryggja má tengsl hverfisráðsins við borgarfulltrúa með öðrum hætti. Tekið er undir það að það eigi að vera krafa um að viðkomandi hafi tengsl við hverfið. Flytji hverfisráðsfulltrúi úr viðkomandi hverfi eða hafi ekki lengur nein tengsl við það getur hann ekki lengur átt sæti í viðkomandi hverfi. Hvað varðar slembival, eins lýðræðislegt og það er þá finnst Flokki fólksins mest um vert að þeir sem sitji í ráðunum hafi fyrst og fremst brennandi áhuga á verkefni ráðanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: