- Advertisement -

Aðeins sósalistar vildu setja á aðstöðugjald

- allir aðrir voru á móti álagningu aðstöðugjalds. Kolbrún í Flokki fólksins sat hjá.

„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fara þess á leit við hin sveitarfélögin í landinu að mynda samstöðu til að beita sér fyrir því að aðstöðugjöld verði aftur lögð á fyrirtæki, svo að þau greiði fyrir þá innviði sem rekstur þeirra byggir á,“ segir í tillögu Sósíaistaflokksins í borgarstjórn.

Daníel Örn Arnarson sat fundinn fyrir Sósíalistaflokkinn.

Tillagan var felld samstundis með öllum greiddum atkvæðum öðrum en Sönnu sem sagði já og Kolbrún Baldursdóttir sat hjá.

„Aðstöðugjöld voru veigamikill hluti af tekjustofni sveitarfélaganna og má líta á sem nokkurs konar útsvar á fyrirtæki og eðlilegt er að þau greiði slíkt í sameiginlegan sjóð okkar borgarbúa,“ segir í tillögunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hér er meðal annars lagt til að álögur á fyrirtæki í borginni verði auknar með upptöku nýrra gjalda. Þær tillögur sem hér eru settar fram eru ekki í takt við samstarfssáttmála þeirra flokka sem mynda meirihlutann,“ segir í bókun meirihlutans.

„Þvert á móti er fyrirhugað að lækka kostnað fyrirtækja, t.d. með lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Einnig leggjum við áherslu á að styðja við fyrirtæki, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki því raunveruleikinn er sá að 99% fyrirtækja eru lítil eða meðalstór. Núverandi meirihluti vill sérstaklega hlúa að og vinna með fyrirtækjum því heilbrigt og öflugt atvinnulíf er grunnur að hagsæld fyrir íbúa borgarinnar.“

Daníel Örn vildi meira: „Þá samþykkir borgarstjórn einnig að leita til hinna sveitarfélaganna í landinu til að mynda samstöðu með þeim til að krefjast þess að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur. Á síðustu áratugum hafa miklar breytingar átt sér stað í skattinnheimtu, þar sem skattbyrðin hefur verið færð af hærri tekjuhópum og yfir á lægri tekjuhópa, þá sem geta síst borið þær byrðar. Nauðsynlegt er að fjármagnseigendur greiði skatta í sameiginlegan sjóð okkar allra en þess má geta að fjármagnstekjur bera ekkert útsvar, ólíkt launatekjum. Sveitarfélögin fá því ekki nægileg framlög frá hinum allra auðugustu en þau eru nauðsynleg til þess að sveitarfélögin geti sinnt öllum þeim verkefnum sem þeim ber að sinna og til þess að hægt sé að veita borgarbúum sem besta þjónustu. Þótt Borgarstjórn Reykjavíkur geti ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi, þá ber henni að berjast fyrir endurreisn skattkerfisins.“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: