- Advertisement -

Er nema von að Reykjavíkurborg og allt hennar apparat sé á hausnum

Júlíus Sólnes, fyrrverandi ráðherra, skrifaði:

Þessar framkvæmdir við Suðurgötu hafa nú staðið yfir í meira en ár. Skurðurinn meðfram íþróttahúsi Háskólans hefur verið opinn allan þann tíma. Hann er fullur af svörtum köplum. Svona einu sinni í mánuði sjást einhverjir menn fitla við kaplana dagpart eða svo. Er engu líkara en þeir hafi misst alla yfirsýn og viti ekki lengur hvaða kapall flytur hvað. JCB grafan hefur staðið óhreyfð á þessum stað í meira en þrjá mánuði. Kostar hún ekki um 20 þús krónur á tímann? Hver borgar? Aðeins betur hefur gengið meðfram Þjóðminjasafninu. Eftir margra mánaða flækju var rörum loksins komið fyrir í skurðinum og mokað yfir. Meira að segja gangstétt steypt meðfram honum. Nú er farið að grafa holur aftur við hliðina á nýju gangstéttinni til að komast að rörunum og köplunum. Er það nema von, að Reykjavíkurborg og allt hennar apparat sé á hausnum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: