- Advertisement -

Eftirásamráð um hringavitleysu

„Vinnubrögð borgaryfirvalda hafa verið ámælisverð þar sem ekki hefur verið hlustað á sjónarmið hagsmunaaðila og mótmæli þeirra heldur var þeim boðið upp á eftirásamráð þegar búið var að taka ákvörðun um varanlega lokun Laugavegarins,“ segja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ekki það samráð sem meirihlutinn lofaði og borgarbúar óska, að haft yrði við þá í öllum lykilákvörðunum. Rekstur verslana í miðborginni hefur verið þungur undanfarið og tugir rekstraraðila hafa hætt rekstri og nú bætast við neikvæðar efnahagslegar afleiðingar COVID-19 faraldursins. Sú einstrengingslega ákvörðun að loka Laugaveginum fyrir allri bílaumferð allan ársins hring og sú hringavitleysa að breyta akstursstefnu hluta Laugavegarins hafa kallað á enn meiri flótta rekstraraðila. Nú er rétti tíminn til að vinna náið með rekstraraðilum í miðborginni en vinna ekki gegn þeim.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: