Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs
Margrét Tryggvadóttir skrifaði:
„Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem fer nú fram með fremur popúlíska tillögu um að lækka laun kjörinna fulltrúa í bænum svo hægt sé að greiða kennurum mannsæmandi laun samkvæmt nýgerðum kjarasamningum.
Tillaga hennar felur þó aðeins í sér 1,8 prósenta launalækkun fyrir hana sjálfa. Það er að segja, hún leggur til að eigin laun lækki aðeins um tíu prósent af bæjarfulltrúalaununum sem eru aðeins lítill hluti af hennar launum sem bæjarstjóri. Mánaðarlaun hennar eru í dag 2.538.771 krónur fyrir utan fastan bifreiðastyrk sem hljóðar upp á 1.250 kílómetra akstur eða 176.250 krónur. Svo fær hún í ofanálag greitt sérstaklega fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ásamt öðrum bæjarstjórum og borgarstjóra, sem eru rúmar 200.000 krónur á mánuði.
Kópavogsbær er annað stærsta sveitarfélagið á landinu, þar búa 10% landsmanna. Samt hafa bæjarfulltrúar í Kópavogi bara verið í 33% starfshlutfalli – sem tryggir að flestir þeirra eru í öðru starfi annarsstaðar og sinna bænum og eftirlitsskyldu sinni í hjáverkum. Það er mjög þægilegt fyrir ráðríka bæjarstjóra. Og nú á sem sagt að lækka starfshlutfall þeirra enn frekar – sem nemur 10% kjararýrnun en bæjarstýran á ofurlaununum ætlar bara að lækka sín laun um 1.8%! Svo ætlar hún að skoða bílastyrki til að spara enn frekar – en ekki hjá sjálfri sér heldur starfsfólki við liðveislu – fólki sem sinni fötluðu fólki og eykur lífsgæði þeirra. You can´t make this shit up.“