- Advertisement -

Ég krefst þess að allir stjórnmálaflokkar „drullist“ til að opna augun

Ég vil fá skýringar á þessari rányrkju, eru það lífeyrissjóðir launafólks sem öskra á arðsemi daginn út og inn? En í dag eiga lífeyrissjóðirnir 70% af skuldabréfum hér á landi og 86% þeirra eru verðtryggð.

————-

Jú, þetta þýðir að á síðustu 64 dögum hefur vaxtabyrði af 45 milljóna húsnæðisláni með breytilega vexti á verðtryggðu láni í Íslandsbanka hækkað um 38 þúsund á mánuði eða 450 þúsund á ársgrundvelli.

Vilhjálmur Birgisson.

Jú, þetta þýðir að á síðustu 64 dögum hefur vaxtabyrði af 45 milljóna húsnæðisláni með breytilega vexti á verðtryggðu láni í Íslandsbanka hækkað um 38 þúsund á mánuði eða 450 þúsund á ársgrundvelli.

Vilhjálmur Birgisson skrifaði fyrir augnabliki:

Í dag kemur Arion banki og hækkar…

Ég krefst þess að allir stjórnmálaflokkar „drullist“ til að opna augun fyrir því ofbeldi og rányrkju sem fjármálakerfið er að stunda gegn íslenskum heimilum.

Í fyrradag kom Íslandsbanki og hækkaði breytilega verðtryggða húsnæðisvexti um 0,30% og hefur hækkað þá um 0,80% á síðustu 63 dögum!

Í dag kemur Arion banki og hækkar breytilega verðtryggða húsnæðisvexti um 0,40% og hefur á síðustu 64 dögum hækkað þá um 1%

Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að sjá fjármálakerfið hækka hér breytilega vexti um allt að 1% á rúmlega 60 daga tímabili á sama tíma og verðbólga er að lækka, stýrivextir eru að lækka, verðbólguvæntingar eru að lækka og því er spáð að hagvöxtur verði 0% á þessu ári.

Ég vil fá skýringar á þessari rányrkju, eru það lífeyrissjóðir launafólks sem öskra á arðsemi daginn út og inn? En í dag eiga lífeyrissjóðirnir 70% af skuldabréfum hér á landi og 86% þeirra eru verðtryggð.

Er það rétt sem bankastjóri Arion banka segir að ekki sé hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið? Hverjir eru það sem eru að selja „hveitið“ svona dýrt til bankanna, eru það lífeyrissjóðir launafólks?

En hvað þýðir þessi „rányrkja“ gagnvart heimilum…

Er það rétt að lífeyrissjóðir launafólks séu að gera 5% ávöxtunarkröfu á verðtryggðum skuldabréfum? Eru það lífeyrissjóðir launafólks sem gera það að verkum að bankarnir „verði“ að hækka breytilega vexti á húsnæðislánum? Ég vil fá svör við þessum spurningum, hvað er í gangi í íslensku fjármálakerfi sem níðist á heimilum þessa lands eins og enginn sé morgundagurinn.

En hvað þýðir þessi „rányrkja“ gagnvart heimilum sem eru með verðtryggð húsnæðislán hjá Arion banka? Jú, þetta þýðir að á síðustu 64 dögum hefur vaxtabyrði af 45 milljóna húsnæðisláni með breytilega vexti á verðtryggðu láni í Íslandsbanka hækkað um 38 þúsund á mánuði eða 450 þúsund á ársgrundvelli.

Til að hafa 38 þúsund í ráðstöfunartekjur þarf viðkomandi einstaklingur með slíkt lán hjá Arion banka að hafa launatekjur sem nema 57 þúsundum á mánuði. Já, takið eftir að Arion banki hefur tekið 57 þúsund af launatekjum sinna viðskipta“vina“ sem eru með lán miðað við áðurnefndar forsendur.

Ég minni enn og aftur á að ef stjórnvöld gátu lokað almenning inni í húsum sínum, lokað skólum, sundlaugum og bannað fólki að fara í sumarbústað vegna Covid þá hlýtur að vera hægt að tryggja lagasetningu til að vernda almenning fyrir þessari rányrkju sem fjármálakerfið ástundar gagnvart heimilum þessa lands!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: