- Advertisement -

Einkavæðing er ekki lausnin

Sonja Ýr Þorrbergssdóttir.

„Tals­menn einka­væðing­ar­inn­ar benda gjarn­an á að op­in­bera heil­brigðis­kerfið sé komið að þol­mörk­um á viss­um sviðum. Ein birt­ing­ar­mynd þess er óhóf­leg bið eft­ir aðgerðum sem auka lífs­gæði til muna en telj­ast ekki lífs­nauðsyn­leg­ar. Þar er látið eins og það að fela einkaaðilum verk­efn­in sé ein­hvers kon­ar töfra­lausn. Hið rétta er að það er eng­in lausn að einka­væða þjón­ust­una og dreifa verk­efn­um milli lækna­stofa og sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­fyr­ir­tækja. Það eyk­ur hins veg­ar lík­urn­ar á ósam­hæfðri og ósam­felldri þjón­ustu og tor­veld­ar eft­ir­lit,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, meðal annars í nýrri Moggagrein.

„Vanda­málið er ekki skort­ur á vilja inn­an op­in­bera heil­brigðis­kerf­is­ins til að minnka biðlist­ana og veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu held­ur viðvar­andi niður­skurður og mann­ekla sem hef­ur ein­kennt kerfið und­an­far­in ár og ára­tugi. Vanda­málið er ekki held­ur að heil­brigðis­kerfið geti ekki sinnt þeim verk­efn­um sem við vilj­um að sé sinnt. Vand­inn er sá að við veit­um ekki nægi­legt fé til þess að sinna þess­um verk­efn­um,“ skrifar Sonja.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: