- Advertisement -

Þórólfur er vinur minn og fóstbróðir

Kari Stefánsson skrifaði:

Þórólfur Guðnason.
Skjáskot: RÚV.

Ég vil leggja áherslu á eftirfarandi: Þórólfur er vinur minn og fóstbróðir og ég var á engan máta að hjóla í hann með úttekt minni á faraldrinum sem birtist á Visir.is fyrir tveimur dögum. Ég féll ekki í sömu gryfju og Þorgeir Hávarsson þegar hann fór að velta því fyrir sér hvor myndi vinna hann eða Þormóður Kolbrúnarskáld ef þeir glímdu. Mér finnst Þórólfur hafa höndlað starf sóttvarnarlæknis með afbrigðum vel og það er hreinlega asnalegt af honum að gefa það í skyn að ég haldi því fram að hann en ekki veiran hafi vegið að sviðslistum í landinu. En vinir og fóstbræður hafa víst leyfi til þess að vera asnalegir í samskiptum við hvor annan þegar svo ber undir. Það eru hins vegar hvorki gögn né haldbær rök sem styðja þá skoðun að það stafi meiri hætta af 2000 manna hópi en tíu 200 manna og ég er á þeirri skoðun að það sem vinnist með fjöldatakmörkunum sé orðið mun minna en það sem við töpum á því. Þórólfur er ekki sammála mér en þegar hann segir það hljómar hann eins og hann sé á báðum áttum. Það er ekkert rangt eða ljótt við að vera á báðum áttum en þegar maður er það er maður ekki beinlínis sannfærandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: