- Advertisement -

Munum vakna upp við þann vonda draum að gamla fólkið er vanrækt

Ragnar Önundarson skrifaði:

Tekjur hjúkrunarheimila koma frá ríkinu og reynt er að skera framlögin við nögl árlega, við gerð fjárlaga. EINA leiðin til að ná ávöxtun handa eigendum er þannig endalausar kostnaðarlækkanir. Einkarekstur krefst ávöxtunar á eigið fé eigenda. Það er ekki ókeypis.

Þegar reyndu starfsfólki er sagt upp í sparnaðarskyni er um leið dregið úr gæðum. Sé starfsfólki fækkað er dregið úr þjónustu. Þeir sem standa fyrir þessari breytingu eru líklega heilaþvegnir nýfrjálshyggjumenn. Þeir hafa tekið þá trú að einkarekstur sé alltaf betri en opinber rekstur.

Við munum vakna upp við þann vonda draum einn daginn að gamla fólkið er vanrækt. Alls staðar þar sem einkaaðilar fá forræði yfir fólki er hætta á vanrækslu og misnotkun. Reynslan sýnir það. Vistmenn fá sjaldnar bað, ganga lengur með blautu bleyjuna o.s.frv. Vond lykt verður í kringum þá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðauki eftir kvöldfréttir: Til stendur að fækka fólki OG láta reynslulítið fólk á lágum launum taka við af reyndu fólki. Sem sagt bæði draga úr þjónustu og gæðum. Líkleg leið er að erlent vinnuafl, illa eða ómælandi á íslensku annist „afa og ömmu“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: