- Advertisement -

Einn mesti bjáni íslenskra stjórnmála

Gunnar Smári skrifar:

Einn mesti bjáni íslenskra stjórnmála er Björn Bjarnason, sem vegna hrörnunar Sjálfstæðisflokksins er orðinn einskonar andi Sjálfstæðisflokksins, er kallaður til að leggja línur í mikilvægum málum fyrir þetta beitiskip auðvaldsins. Hér skrifar hann skilaboð til kirkjuþings, talar niður til þess og bendir til Svíþjóðar í von um að hræða klerkana frá því að andmæla ómannúðlegri stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda, stefnu sem Björn er aðalhöfundur að. Hann samdi ekki aðeins stefnuna heldur bjó til útlendingastofnun, réð þangað fólk sem var haldið samskonar útlendinga- og fátækraandúð og hann sjálfur.

Björn ber saman Svíþjóð og Ísland og segir að ef ekkert verði að gert muni ástandið á Íslandi svipað og Stefan Löfven forsætisráðherra lýsti því í sjónvarpi: „Sé innflytjendamálum þannig háttað að aðlögun nýbúa er ekki viðunandi er ljóst að félagsleg spenna myndast. Það er ekki gott. Og þetta hefur gerst hjá okkur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn segir að sænsk yfirvöld vilji nú fara að ráðum norskra og danskra yfirvalda og herða innflytjendalöggjöf og getur þess ekki að íslenska löggjöfin er enn strangari en í þessum löndum.

En hvaða vit er að bera saman Svíþjóð og Ísland? Ef við tökum saman þau tíu lönd í Afríku og austurlöndum nær (ég reikna með að Björn óttist mest fólk frá þessu svæði) þaðan sem flestir innflytjendur í Svíþjóð koma þá er listinn svona (innan sviga er hlutfall af íbúum Svíþjóðar):

  • Sýrland: 191.530 (1,85%)
  • Írak: 146.048 (1,41%)
  • Íran: 80.136 (0,78%)
  • Sómalía: 70.173 (0,68%)
  • Afganistan: 58.780 (0,57%)
  • Erítrea: 45.734 (0,44%)
  • Líbanon: 28.508 (0,28%)
  • Eþíópía: 21.686 (0,21%)
  • Pakistan: 19.107 (0,19%)
  • Marokkó: 11.530 (0,11%)
  • Alls tíu efstu: 673.232 (6,52%)
  • Sambærilegur listi á Ísland er svona:
  • Sýrland: 257 (0,07%)
  • Marokkó: 241 (0,07%)
  • Írak: 217 (0,06%)
  • Íran: 153 (0,04%)
  • Nígería: 143 (0,04%)
  • Ghana: 123 (0,03%)
  • Afganistan: 100 (0,03%)
  • Pakistan: 87 (0,02%)
  • Eþíópía: 82 (0,02%)
  • Alsír: 63 (0,02%)
  • Alls tíu efstu: 1.466 (0,41%)

Eins og sjá má er ekki hægt að líkja þessu saman. Ef Íslendingar hefðu tekið við jafn mörgum Sýrlendingum og Svíar byggju hér ekki 257 Sýrlendingar heldur 6.621. Íslensk stjórnvöld hafa hlutfallslega tekið við innan við 4% af þeim Sýrlendingum sem Svíar hafa tekið á móti. Íslendingar hafa hleypt inn til landsins 217 Írökum en þyrftu að taka á móti 4.831 til að jafna Svía.

Ábyrgð íslenskra stjórnvalda er innan við 1% af ábyrgð sænskra.

Íslendingar hafa hleypt inn til landsins 153 Írönum en þyrftu að taka á móti 2.617 til að jafna Svía. Og Sómalía og Erítrea, lönd sem leystust upp í stríðsátökum. Íslendingar hafa tekið á móti 39 manns frá þessum löndum en hefðu þurft að taka á móti 4.007 til að jafna Svía hlutfallslega. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda er innan við 1% af ábyrgð sænskra.

Ef við tökum löndin tíu af lista Svía þá búa á Íslandi 1223 manns frá þessum löndum en þyrftu að vera 23.271 til að verða hlutfallslega jafn margir og í Svíþjóð, Ísland er 5,3% af Svíþjóð.

En er hægt að taka fullyrðingu Björns alvarlega um að óbreyttu verði Ísland eins og Svíþjóð eftir tíu ár. Fyrr tíu árum voru íbúar frá þeim tíu löndum í Afríku og Austurlöndum nær þaðan sem flestir komu 610 sem þá var 0,19% af íbúum landsins. Á þessum tíu árum hefur þeim fjölgað um 65 á ári umfram fólksfjölgun. Það er því ekki eins og fólk frá þessum löndum séu á hraðri leið með að taka landið yfir.

Þessi fullyrðing Björn er því þvæla, eins og flest það sem sá maður segir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: