- Advertisement -

Eitt hundrað daga í fýlu

Ríkisstjórnin minntist þess í gær að hafa verið við völd í eitt hundrað daga. Þá er víst að Mogginn og flokkurinn hafi verið í fýlu í hundrað daga. Asnaspörk Moggans verða sífellt hjákátlegri. Í tilefni fýluafmælisins í Hádegismóum birtum við hér í heild þann hluta leiðara dagsins sem fjallar um hundrað daga ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.

„Rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur náði þeim áfanga á dög­un­um að verða 100 daga göm­ul og var þess minnst með sér­stök­um blaðamanna­fundi odd­vita stjórn­ar­inn­ar. Val­kyrj­urn­ar voru roggn­ar með sig og lýstu órofa sam­stöðu og fá­dæma vinnu­semi, sem vart ætti sér jöfnuð í lýðveld­is­sög­unni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Al­gert met raun­ar.

Um það má ugg­laust deila, en um hitt geta all­ir verið sam­mála, að þess­ir fyrstu 100 dag­ar – hveiti­brauðsdag­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar – eru ein­stæðir. Al­gert met raun­ar.

Eng­in rík­is­stjórn hef­ur farið jafn­brös­ug­lega af stað, aldrei áður hef­ur það gerst að ráðherra neyðist til þess að segja af sér svo skjótt og uppi er vafi um að for­sæt­is­ráðherra hafi sagt þing­inu satt.

Vana­lega eru hveiti­brauðsdag­ar sælu­rík­ir og auðveld­ir, en svo tek­ur al­vara lífs­ins við. Rík­is­stjórn­in má vart við því að róður­inn þyng­ist frek­ar. Samt er viðbúið að það ger­ist þegar líður að fjár­laga­vinn­unni, nefna má ýmis „erfið mál“ í upp­sigl­ingu og hver get­ur úti­lokað enn eina uppá­kom­una í stjórn­ar­liðinu?

100 viðburðarík­ir dag­ar eru að baki, en 1.360 dag­ar eru eft­ir af kjör­tíma­bil­inu. Vand­séð er að stjórn­in lifi aðra slíka 100 daga.“

Værsågod.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: