- Advertisement -

Ekkert nýtt að fólk hafi ekkert sérstakt álit á prestum

Telur það vera spillingu innan þjóðkirkjunnar?

Jón Örn Marinósson skrifar:

Í fréttum er greint frá niðurstöðum könnunar þar sem spurt var hvort fólk bæri eða bæri ekki traust til þjóðkirkjunnar. Og ég spyr: Hvað á fólk við þegar það segist ekki bera traust til þjóðkirkjunnar? Telur það vera spillingu innan þjóðkirkjunnar? Efast það um að sóknarprestur þess sé með hreint mjöl í pokahorninu? Efast það um að hægt sé að treysta á trúarboðskap þjóðkirkjunnar? Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt að fólk hafi ekkert sérstakt álit á prestum og gruni þá um tvískinnung og hræsni (séra Sigvaldi er sígilt dæmi úr íslenskum bókmenntum) – og er það þetta sem átt er við þegar fólk segist ekki treysta þjóðkirkjunni? Ég bara spyr í einfeldni minni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: