- Advertisement -

Ekki stöðugleika um stöðnun

Umræðan Birgitta Jónsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata, skrifar eftirfarandi:

„Ég varaði við þessari stjórnarkreppu áður en þing var rofið og reyndi að fá fimm flokkinn sem reyndi stjórnarmyndun aftur að borðinu. Fyrir því var enginn áhugi.

Ég reyndi að fá flokka heilu ári fyrir kosningarnar 2016, áður en Panama sprakk í andltið á þjóðinni til að byrja að undirbúa stjórnmálablokk að hætti skandinava. Við vorum vænd um að of stutt væri til kosninga, þegar við vorum orðin langþreytt á því að fólk hafði áhuga en ekki nægilegan til að ganga í verkið.

Það er heldur betur að koma í hausinn á okkur þetta viljaleysi til að ganga bundinn til kosninga. Þetta ástand mun halda áfram að grafa undan trausti á lýðræðinu og mjög háskaleg og alvarleg þróun. Ég held almennt séð að fólk hafi ekki verið að kalla eftir þeirri stjórn flokka sem eru algerlega á öndverðu meiði varðandi grundvallar rekstur okkar sameiginlegu sjóða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef stöðugleiki á að felast í að koma engu í verk, þegar allir vita að brýn nauðsyn er að taka á áratuga uppsöfnuðum vanda, þá held ég að betra sé að boða bara aftur til kosninga.

Stöðugleiki um stöðnun er ekki í boði.“

Greinin birtist á Facebooksíðu Birgittu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: