- Advertisement -

Ísland á sinn Trump

Benedikt Jóhannesson. Ljósmynd: Hringbraut.

Umræðan Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðaherrar og fyrrverandi formaður Viðreisnar, skrifar ágæta grein í Morgunblað dagsins. Sérlega er gaman að lesa niðurlag greinarinnar.

„Tveir ólíkir menn, sem báðir eru enn á lífi, urðu forsetar fyrst og fremst vegna þess að þeir voru ekki innvígðir. Hvorugur varð góður forseti. Hvorki Jimmy Carter né Donald Trump voru hluti af „klíkunni“ í Washington. Carter, sem var talinn vandaður maður, þjáðist af þeim kvilla að geta ekki tekið ákvarðanir,“ skrifar hann og snýr síðan hingað heim.

„Trump er allt öðruvísi. Hann lifir í eigin veruleika, einhvers konar hliðstæðum heimi þar sem fjölmiðlar flytja falsfréttir, en hann sjálfur og verk hans eru langbest í heimi. Á Íslandi eigum við einn Trump en marga Cartera. Fáir hafa miklar hugsjónir sem sína pólitísku leiðarstjörnu og ólíklegt að þjóðin taki stökk fram á við undir þeirra leiðsögn. Í stjórnarmyndunarviðræðum nú í haust var flest falt og grimmt slegið af. Að lokum var samið um það „sem allir eru sammála um“, svo vitnað sé til formanns Framsóknar. Það er huggun harmi gegn, að minni skaði er að Carterum en Trumpum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: