- Advertisement -

Niðurlægja aldrað fólk

Björgvin Guðmundsson.

Umræðan Í mai 2016 skipaði þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardottir, starfshóp sem átti að kanna hvort unnt væri að hætta að rífa allan lífeyri TR ófrjálsri hendi af þeim eldri borgurum, sem þyrftu að fara á hjúkrunarheimil.

Í dag, tæpum 2 árum síðar hefur ekkert gerst. Ákveðið var að gera tilraun með nýtt fyrirkomulag. Í grannlöndum okkar er sá háttur hafður á, að eldri borgarar halda sínum peningum, sínum lífeyri frá almannatryggingum og borga síðan sjálfir fyrir dvölina á hjúkrunarheimilinu.

Enn einn starfshópurinn

Með því fyrirkomulagi halda eldri borgararnir reisn sinni. Hér eru þeir niðurlægðir með því að rífa af þeim alla peningana, sem þeir eiga að fá frá TR og skammta þeim síðan hungurlús, vasapeningum, sem núna eru að hámarki 68 þús kr.

Félagsmálaráðuneytið hefði getað kynnt sér hvernig grannþjóðir okkar gera þetta. Nei, í staðinn var beitt gamalkunnugri aðferð og skipaður starfshópur til þess að tefja málið og gera ekki neitt. Starfshópurinn hefur haldið 16 fundi og talað mikið en það er ekki farið að breyta fyrirkomulaginu enn.

Nýr ráðherra getu engu svarað

Nýr ráðherra félagsmála eða ráðuneytið gat engu svarað hvort komið væri að framkvæmdum; sagt var að verkefnið væri enn á tilraunastigi! Furðulegt.

Vasapeningar þeir, sem skammtaðir eru eldri borgurum á hjúkrunarheimilum skila sér ekki alltaf; dæmi eru um að vasapeningarnir séu teknir til baka, m.ö.o menn fái jafnvel ekki vasapeningana. Kannski þarf nýi félagsmálaráðherrann að skipa nýjan starfshóp. Það virðist uppáhaldsiðja nýju ríkisstjórnarinnar í dag að skipa starfshópa.

 

Björgvin Guðmundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: