- Advertisement -

Enn aukast vandræði Bjarna

Gunnar Tómasson skrifar:

Skuldavandi Íbúðalánasjóðs

Í Viðskiptablaðinu í dag er birtur pistill úr blaðinu frá 8. október 2013 (Ríkisábyrgð á skuldum Íbúðalánasjóðs ekki sjálfgefin). Þar segir m.a.:

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði og velferðarráðuneytinu, dags. 30. maí síðastliðinn, sagði orðrétt: „Mikilvægt er að árétta að Íbúðalánasjóður nýtur fullrar ríkisábyrgðar. Það liggur ljóst fyrir að skilmálum skuldabréfa verður ekki breytt nema með samkomulagi við eigendur bréfanna.”

Í framhaldi segir:

Af lagareglum, sem raktar voru að framan, leiðir að ráðherrar geta ekki ábyrgst skuldir fyrir hönd ríkisins nema þeir hafi til þess skýra lagaheimild. Ákvörðun um ábyrgð sem ráðherra tekur án fullnægjandi lagastoðar er þannig ekki skuldbindandi fyrir ríkissjóð. Á það jafnt við um almennar, opinberar ábyrgðaryfirlýsingar og áritanir á skuldabréf eða loforð í útboðslýsingum skuldabréfa.

Umsögn.

  • 1. Hugmyndir fjármálaráðherra um lausn á skuldavanda Íbúðalánasjóðs virðast að hluta byggja á óbreyttri stöðu mála frá 2013 varðandi ríkisábyrgð á skuldum sjóðsins.
  • 2. Hins vegar myndi breyting á skilmálum skuldabréfa án samkomulags við eigendur þeirra ekki samrýmast yfirlýsingu Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins frá 30. maí 2013.
  • 3. Slíkri aðgerð væri því réttilega jafnað til greiðslufalls ríkissjóðs.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: