- Advertisement -

Enn er beðið eftir réttlæti Katrínar

Getum við ekki séð til þess að börn, fárveik börn, sem einhverra hluta vegna veikjast ekki rétt, fái þjónustu?

Alþingi / „Öryrkjar, þeir verst settu, og eldri borgarar bíða enn eftir réttlæti. Hvað eiga þeir að bíða lengi?“

Þannig spurði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Guðmundur sagði einnig: „Ásókn í heilbrigðiskerfið á eftir að stóraukast, í sjúkraþjálfun, líkamsrækt og sundlaugar, eftir Covid-lokanir. Börn bíða eftir meðferð á BUGL, barna- og unglingageðdeild. Hópur barna fellur utan kerfis og verður að framtíðaröryrkjum. Þetta er búið að vera svona allan tíma þessarar ríkisstjórnar og versnar enn. Fyrir síðustu kosningar barðist ég sérstaklega fyrir því að biðlistar á BUGL heyrðu sögunni til. Barn fær fimm klukkustundir í allt sumar eftir að öll meðferð þess fór forgörðum vegna Covid-19, fimm klukkustundir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

…því að þetta er ekkert annað en fangelsi…

Og þetta er ekki allt: „Undir það heyra líka biðlistar vegna þess að það er búið að valda fólki tjóni með því að taka af þeim sjúkraþjálfun og ýmislegt annað sem það þarf til að geta lifað eðlilegu lífi. Geðrænir sjúkdómar eru lamandi, hamlandi og valda þjáningum og eru einnig lífshættulegir. Og börn. Getum við ekki séð til þess að börn, fárveik börn, sem einhverra hluta vegna veikjast ekki rétt, fái þjónustu? Eða þarf að gefa út það að ákveðnir sjúkdómar og ákveðin veikindi veiti fólki ekki rétt á þjónustu?“

Katrín steig í pontu og sagði þá meðal annars: „Háttvirtur þingmaður nefndi líka geðheilbrigðismálin, sérstaklega geðheilbrigðismál barna. Ég hef ekki tíma til að fara í það í mínu fyrra svari, en ég mun nýta hið síðara til að fara nánar yfir það.“

Það var og. Þá var aftur komið að Guðmundi Inga: „En ég vil ítreka sem faðir með veikt barn og sem einstaklingur sem hefur þurft að vera á biðlista í langan tíma, meira en ár, að það er ekki til neitt verra en það. Og það á ekki að dæma fólk í fangelsi, því að þetta er ekkert annað en fangelsi vegna veikinda. Látum vera að við forgangsröðum málum í sambandi við fullorðna einstaklinga, en við getum ekki leyft okkur það gagnvart börnum. Það gengur ekki að við þurfum að koma hér upp aftur og aftur og berjast gegn því að biðlistar barna sem þurfa lífsnauðsynlega þjónustu sé hunsaðir og að allt sé alltaf óbreytt. Það gengur ekki lengur.“

Forsætisráðherra steig í pontu að nýju og sagði: „Ég tel að mjög margt gott hafi verið unnið á þessu kjörtímabili. En ég get verið sammála háttvirtum þingmanni um að við eigum enn verkefni eftir í þessum málum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: