- Advertisement -

Er enn klappað fyrir Svandísi?

Þegar Svandís Svavarsdóttir mætti fyrst í heilbrigðisráðuneytið, sem nýr ráðherra, stillti starfsfólkið sér upp og klappaði fyrir henni, bauð hana velkomna til starfa og vænti greinilega mikils af henni.

Ætli klappið sé ekki þagnað og það rækilega? Þær vonir sem voru bundnar við ráðherrann nýja voru eflaust allt aðrar en staðan í dag sýnir. Fátt annað en valdahroki og valdníðsla einkenna orð og athafnir ráðherrans.

Framganga Svandísar gagnvart ljósmæðrum er fullkomlega á skjön við það sem vænta mátti, fyrirfram. Svandís sannar dag hvern að hér ríkir pólitískur ómöguleiki. Það sem áður var sagt og áður var lofað er svo allt, allt annað en raunveruleiki dagsins í dag sýnir.

Hverjum gat dottið í hug að á vakt Vinstri grænna væru sængurkonur í fullkominni óvissu og efa. Heilsu þeirra og nýfæddra barna þeirra er hugsanlega stefnt í hættu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svandís ráðherra nær engu fram með hroka og yfirgangi. Hún tók að sér það starf sem henni er ætlað að sinna og það er hennar að standa undir þeirri ábyrgð sem hún sóttist eftir, og fékk. Þjóðin hefur enga biðlund.

Sigurjón M. Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: