- Advertisement -

Er pláss fyrir nýjan stjórnmálaflokk?

Stjórnmál Skoðanakannanir hafa sýnt að rúm sé fyrir frjálslyndan hægri flokk, „…ef frambærilegt fólk fæst til verka og stefnuskráin verður trúverðug,“ sagði Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er kannski tómarúm í íslenskum stjórnmálum sem hægt er að fylla í.“

Kristófer Helgason þáttarstjórnandi og Baldur ræddu viðtal við Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar, sem þeir sögðu hafa verið á Rás 2, en hér er fullyrt að þeir hafi vitnað til viðtals við Guðmund í þættinum  Sprengisandur á Bylgjunni, en þar sagði Guðmundur að Björt framtíð væri sá hægri frjálslyndi flokkur sem fólk vildi stofna, svo það væri óþarft.

Baldur sagði að í nýgengnum kosningum virðist Björt framtíð ekki hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki. „Það var frekar færsla á fylgi frá Samfylkingunni yfir til Bjartar framtíðar. Guðmundur hefur verk að vinna ætli hann að sannfæra frjálslynda hægri menn að þeir eigi að vera í sínumherbúðum.“

Baldur sagði það fólk sem talar fyrir væntanlegan flokk komi úr Sjálfstæðisflokknum. „Það er að höfða til frjálslyndra hægri manna.“ Hann nefndi mun á áherslum. „Forysta Sjálfstæðisflokksins þarf að halda vel á spilunum til að halda fylginu ef þetta afl býður fram í næstu þingiskosningum,“ sagði Baldur Þórhallsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: