- Advertisement -

Er Samfylkingin vinstri flokkur?

„Ég sé í raun­inni ekki mikið vinstri hjá þess­um flokki.“

Sanna magdalena Mörtudóttir.

„Í dag mun borg­ar­stjórn ræða til­lögu meiri­hlut­ans um sölu á 33,33% hlut í Ljós­leiðar­an­um, sem er fé­lag í eigu Orku­veitu Reykja­vík­ur. All­ir flokk­ar í borg­ar­stjórn eru hlynnt­ir því að selja hlut í Ljós­leiðar­an­um að und­an­skild­um Sósí­al­ista­flokki og Vinstri-græn­um,“ þetta segir í Moggafrétt í dag.

Þar segir að Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ir borg­ar­stjórn ganga of langt í einka­væðing­unni. Hún seg­ir það koma á óvart að Sam­fylk­ing­in sé hlynnt henni en Sanna seg­ist í raun ekki sjá mikið vinstri við flokk­inn.

„Mér finnst þetta mjög stórt og slæmt skref sem er verið að taka með því að selja hlut af fé­lagi í okk­ar eigu og hleypa einkaaðilum að,“ seg­ir Sanna í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Við höf­um lagt til að það verði skoðað hvort orku­veit­an geti komið inn með fjár­magn.“ Hún seg­ir Sósí­al­ista munu reyna allt til að tryggja að þetta verði í op­in­berri eigu og hún legg­ur til að málið verði skoðað í stærra sam­hengi. Hún vill til dæm­is að til­skip­an­ir EES um að einka­væða eigi slíka innviði verði að end­ur­skoða.

„Sam­fylk­ing­in er í raun­inni ekk­ert að berj­ast fyr­ir því sem þau segj­ast berj­ast fyr­ir,“ seg­ir Sanna spurð út í hvað henni finn­ist um af­stöðu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í þessu máli. „Ég sé í raun­inni ekki mikið vinstri hjá þess­um flokki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: