„Kaldhæðnin hér kristallast í því að fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, … …, hefur leitast við að ögra báðum þessum þjóðarleiðtogum. Donald Trump hefur hún lýst sem „þröngsýnum, fáfróðum og fordómafullum fábjána“ og að auki farið ófögrum orðum um Vladimír Pútín, lokað íslenska sendiráðinu í Moskvu og lýst því yfir að samskipti Íslendinga við ríki Pútíns skuli verða í lágmarki viðskiptalega, menningarlega og stjórnmálalega,“ skrifaði Meyvatn Þórólfsson fyrrum prófessor við Háskóla Íslands.
„Sýn núverandi utanríkisráðherra hæfir greinilega sams konar sjónarmiðum eins og kjaftur skel. Tugum milljarða á að veita í stríðsrekstur Úkraínu og markviss hernaðaruppbygging er hafin á Miðnesheiði án umræðu á þingi svo nokkru nemi, auk þess sem daður við NATO og Evrópusambandið, yin og yang vesturevrópskrar heimsmyndar, fer nú ört vaxandi. Íslendingar verða jú að vera „þjóð meðal þjóða“.“