- Advertisement -

Slítum stjórnmálasambandinu við Ísreal

Hrafn Magnússon skrifar:

Sýnum hugrekki eins og Steingrímur Hermannsson og Össur Skarphéðinsson þegar þeir fyrstir allra á Vesturlöndum viðurkenndu Palestínu sem sjálfstæða þjóð.

Eru íslensk stjórnvöld alltaf „að skoða málin“ gagnvart fjöldamorðum hægri öfgaafla í Ísreal?

14 þúsund börn munu deyja úr hungri á Gaza næstu sólarhringana en Kristrún Frosdadóttir og Þorgerður Katrín eru enn „að skoða málin“, sankvæmt fréttum í fjölmiðlum í dag. Sýnum hugrekki eins og Steingrímur Hermannsson og Össur Skarphéðinsson þegar þeir fyrstir allra á Vesturlöndum viðurkenndu Palestínu sem sjálfstæða þjóð.

Við eigum að slíta stjórnmálasambandi við Ísreal nú þegar. Sú ákvörðun mundi vekja heimsathygli og koma í veg fyrir að fólkið á Gaza, aðallega börn, muni deyja á næstu sólahringum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: