- Advertisement -

Erlent ferðafólk: 40 prósent aukning

Ferðaþjónusta Kortavelta útlendinga, hér á landi í apríl, nam 9,4 milljörðum króna og er það 39 prósentum meira en í sama mánuði í fyrra.

„Þetta bendir til þess að um ágætis fjölgun þeirra hafi verið að ræða á sama tíma, en Ferðamálastofa hefur enn sem komið er ekki birt tölur um fjölda erlendra ferðamanna í apríl.

Kortavelta Íslendinga í útlöndum,vegna ferðalaga og netviðskipta, nam alls réttum átta milljörðum í apríl og var kortaveltujöfnuður, kortavelta útlendinga hér á landi að frádreginni veltu Íslendinga erlendis, þar með jákvæður um 1,3 milljarða króna í mánuðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi er umfram Íslendinga í útlöndum í aprílmánuði.

Frá áramótum talið nemur kortavelta útlendinga hér á landi 34,4 milljörðum en Íslendinga í útlöndum 28,9 milljörðum. Hefur kortavelta útlendinga aukist um 39 prósent í krónum talið á milli ára en Íslendinga aukist um sextán prósent á sama tímabili. Er kortaveltujöfnuður þar með hagstæður um fimm og hálfan milljarð tímabilinu samanborið við að vera svo til á pari á sama tíma í fyrra, en fyrir þann tíma var jöfnuðurinn ávallt í halla á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Við teljum að þessi jöfnuður muni verða enn hagstæðari á komandi mánuðum eftir því sem háannatími brestur á í ferðaþjónustunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Byggt á greiningardeild Íslandsbanka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: