- Advertisement -

Eru 235 þúsund of mikið fyrir verkafólk?

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson, sem er ötulastur allra í baráttu eldra fólks og annarra sem eru undir í samfélaginu, skrifar á bloggsíðu sína:

„Hvernig stendur á því, að „róttæki sósíalistaflokkurinn“ sem leiðir ríkisstjórnina skuli leggjast gegn því, að lágmarkslaun verkafólks skuli leiðrétt, þegar allir þingmenn flokksins hafa fengið himinháar launahækkanir, 70% hækkun frá ársbyrjun 2015; hækkun upp á 455 þúsund á mánuði og launin komin í 1,1 milljón fyrir skatt.

Auk þess hafa þingmenn alls konar aukagreiðslur, akstursstyrki, ferðastyrki, skrifstofustyrki, háa dagpeninga í utanferðum og svo framvegis.

Þingflokkur Vinstri grænna.
„…þegar allir þingmenn flokksins hafa fengið himinháar launahækkanir, 70% hækkun frá ársbyrjun 2015; hækkun upp á 455 þúsund á mánuði og launin komin í 1,1 milljón fyrir skatt.“ Ljósmynd: RÚV.

Verkafólk hefur engar aukagreiðslur. Lágmarkslaun verkamanna eru nú 235 þúsund krónur eftir skatt. Það eru launin sem formaður „róttæka sósíalistaflokksins“ veit ekki hvort er svigrúm til þess að hækka!

Einhvern tímann hefði flokkur hennar ekki verið í vafa um að það þyrfti að hækka þessi lúsalaun. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið, sem flokkur KJ er sprottinn úr hefðu ekki verið í vandræðum með að ákveða hvort hækka þyrfti lúsarlaunin. En það eru breyttir tímar. Nú er mikilvægara að halda ráðherrastólum en að bæta kjör lægst launuðu verkamanna,og lægst launuðu aldraðra og öryrkja. Allir þessir aðilar eru „gleymdir“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: