- Advertisement -

 Eru Vinstri græn algerlega sambandslaus?

Styrmir Gunnarsson: „Sjálfsagt bind­ur for­ystu­sveit VG ein­hverj­ar von­ir við tengsl við ný­kjör­inn for­seta ASÍ, Drífu Snæ­dal, en meiri lík­ur en minni eru á því að það sé ósk­hyggj­an ein.“

Sem svo oft áður á Styrmir Gunnarsson bestu grein í Mogganum. Þessi helgina kemur hann nokkuð víða við. Í lok greinar sinnar spyr hann og svarar vel og skilmerkilega:

„Er hugs­an­legt að Vinstri græn séu ekki sá flokk­ur, sem þau hafa litið út fyr­ir að vera, vegna upp­runa síns úr Alþýðubanda­lag­inu?

Mál­flutn­ing­ur ráðherra og þing­manna VG bend­ir til þess að eitt­hvað kunni að vera til í slík­um til­gát­um. Að Vinstri græn séu í raun al­ger­lega sam­bands­laus við verka­lýðshreyf­ing­una og þess vegna nán­ast ónæm fyr­ir því sam­fé­lags­lega um­róti, sem verið hef­ur á þeim vett­vangi og mun birt­ast með ein­hverj­um hætti á næstu vik­um og mánuðum.

Get­ur verið að Vinstri græn hafi misst jafn ræki­lega tengsl­in við ræt­ur sín­ar eins og Sam­fylk­ing­in hef­ur gert?

Senni­lega er það svo. Sjálfsagt bind­ur for­ystu­sveit VG ein­hverj­ar von­ir við tengsl við ný­kjör­inn for­seta ASÍ, Drífu Snæ­dal, en meiri lík­ur en minni eru á því að það sé ósk­hyggj­an ein.

Þótt ótrú­legt kunni að virðast er lík­legt að einu raun­veru­legu trúnaðartengsl­in, sem hafi orðið á milli ráðherra í rík­is­stjórn og upp­reisn­ar­mann­anna í verka­lýðshreyf­ing­unni, séu á milli þeirra og Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, fé­lags­málaráðherra.

Má greina þar ein­hvern enduróm frá fyrri tíð, þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hallaði sér meira til vinstri en síðustu ára­tugi?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: