- Advertisement -

Fantaskapur bæjarstjórnar Kópavogs

Fólkið skal í biðröð. Banka upp á bæjarkontórnum og biðjast miskunnar.

Ósmekklegheitin eru mikil í Kópavogi. Þar í bæ á að stórhækka leigu í félagslegu húsnæði. Um heil þrjátíu prósent. Sem er ekkert smáræði. Kópavogur keypti ráðgjöf fyrir milljónir. Útkoman varð hærri húsleiga.

Augljóst hlýtur að vera að íbúarnir ráða ekki við svona mikla hækkun. Það myndi enginn gera. Eða allavega fáir. Kópavogur kann ráð við því. Fólkið skal í biðröð. Banka upp á bæjarkontórnum og biðjast miskunnar.

Rannsóknin á að hafa sýnt að tap sé á rekstri félagslegs kerfis. Ó, jæja hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú stefnir í að leigusamningum verði sagt upp. Nýir samningar verði gerðir og sumar fjölskyldur munu ekki ráða við tröllslega hækkun. Þær fari í biðröð eða jafnvel á götuna. Á meðan er Ármann Ólafsson bæjarstjóri launahæsti bæjarstjóri landsins og þá sennilega heimsins alls.

Pú á Kópavog.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: