- Advertisement -

Fátækt er viðbjóður og ógeðsleg

Sanna Magdalena Mörtudóttir:

Fátækt er viðbjóður. Fátækt er ógeðsleg. Fátækt á ekki að þurfa að vera til en hún er til, í okkar ríka samfélagi. Fátækt er til af því að stjórnvöld gera ekki neitt til að uppræta hana, vilja frekar að ríka fólkið hafi það gott, þá þurfa börnin að vera hungruð. Stjórnvöld vilja ganga í augun á ríka fólkinu, vilja passa að þeim líki vel við sig en er drullusama um fátæku börnin og foreldra þeirra. Fátæku börnin sem búa með foreldrum sínum í rándýrri leiguíbúð svo að ríka fólkið græði aðeins meir.

Fátæku börnin alast upp og fara út í lífið þar sem það er erfitt að hrista af sér hugsunarháttinn um að hætta hljóti að leynast í hverju horni. Hugsanir eins og; ef hlutirnir eru búnir að vera mjög góðir í langan tíma, þá er pottþétt eitthvað slæmt að fara að gerast bráðum. Það er bara ekki hægt að trúa því að margir mánuðir í röð gangi áfallalaust fyrir sig. Það er skrýtið að búa við aðstæður þar sem allt gengur snuðrulaust fyrir sig, er það svona sem venjulega lífið er? Þar sem það þarf ekki alltaf að bíða eftir því að eitthvað slæmt komi upp á. Þar sem það er hægt að njóta þess góða í stað þess að hugsa að eitthvað sé of gott til að vera satt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: