- Advertisement -

„Fékk yfir mig galldembu frá formanni Eflingar“

Nú er verið að gera tilraun með að endurreisa sósíalistaflokk
með gömlum slagorðum og úreltum uppskriftum.

Þröstur Ólafsson skrifar:

Síðasta færsla mín hefur valdið fjaðrafoki, Ég fékk yfir mig galldembu frá formanni Eflingar, sem í samræmi við íslenska umræðuhefð hjólaði í mig persónulega. Áburður um kvenfyrirlitningu, forréttindi og sælkeralíf særa mig ekki lengi. Sólveig Anna hafði ekki fyrir því að leiðrétta meintar missagnir mínar eða rangtúlkanir. Er ekki viðkvæmur fyrir því að leiðrétta sjálfan mig, sé ég að fara með fleipur. Kjarakröfur Eflingar eiga ekki að vera getgátur. Eftir að .þær hafa verið samþykktar af félagsfundi og sendar viðsemjanda hljóta þær í anda opins samfélags og lýðræðislegra vinnubragða að vera aðgengilegar almenningi. Okkur koma þær við, því átök um þær geta snert afkomu okkar sem fyrir utan við stöndum.

Verkalýðshreyfingin á því miður engan málsvara á alþingi. Síðustu tengsl við verkalýðshreyfinguna voru slitin á ríkisstjórnarárum Jóhönnu Sig. Nú er verið að gera tilraun með að endurreisa sósíalistaflokk
með gömlum slagorðum og úreltum uppskriftum sem sagan sjálf tók af dagskrá. Það setur greinilega svip sinn á forystu Eflingar. Fyrir margt löngu náði ég þeim merka áfanga í lifi mínu að vera formanni Sóknar til aðstoðar í erfiðri kjaradeilu við borgina. Mér er það alltaf minnisstætt, þegar unggæðingurinn í mér hvatti til verkfallsboðunar á leikskólum, hvað Aðalheiður formaður var fljót að kveða það niður. Ég vona sannarlega að viðsemjendum muni takast sameiginlega að finna leið til að bæta kjör umönnunarstétta ásættanlega, án þess að allt fari í bál og brand.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: