- Advertisement -

Ferðafólk afbókar Íslandsferðir

- stefnir í afleita afkomu í ferðaþjónustu

 

Ferðavefurinn turisti.is, var á stórri ferðasýningu í Berlín. Þar er umfjöllun um þátttöku íslenskra fyrirtækja þar, sjá hér.

Greinilegt er að sterk staða íslensku krónunnar veldur vanda. Ása Torfadóttir, skrifstofustjóri hjá Snæland Travel, er meðal viðmælendanna. Þegar hún er spurð um áhrif af sterkri stöðu krónunnar, svarar hún: „Þetta hefur mikil áhrif á okkur, mjög mikil,“ sagði hún og benti á að  meira sé um afbókanir nú en á sama tíma á liðnum árum. „Þjóðverjar eru viðkvæmari fyrir verðhækkunum. Jafnframt er erfiðara að selja ferðir fyrir 2018 því það er erfitt að verðleggja fram í tímann þegar gengið er svona rokkandi.“

Bjarni Hrafn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Terra Nova, segir við Túrista, að árið í fyrra hafi verið frábært hvað varðar fjölda ferðamanna. „Sterk króna og breytingar á henni á skömmum tíma í fyrra varð til þess að afkoma ferðaþjónustufyrirtækja endurspeglar ekki þessa söluaukningu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá er hann spurður um horfurnar?
„Menn eru mjög uggandi um framhaldið. Ef krónan heldur áfram að styrkjast og er flökktandi þá mun það hafa þau áhrif að afkoma íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja verður afleit.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: