- Advertisement -

Fín lýsing á íslenskri spillingu

Þetta býður líka heim þeirri hættu að stjórnmálamenn eru settir í þá aðstöðu að trúverðugleiki þeirra er alltaf undir.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Vararíkissaksóknari lýsir hér vel spillingunni í þjóðfélaginu, hvernig fjárglæpamenn sleppa, frændhygli, afskipti stjórnmálamanna af dómskerfinu og skömmtunarkerfi þeirra til rannsókna á glæpum. „Það er enginn sem gerir athugasemd við það að refsa manni sem stelur sér kókflösku á Laugaveginum og oft verður mikil umræða um lítil mál sem valda takmörkuðum skaða. Þegar hvítflibbar eiga í hlut og það fréttist að þeir hafi jafnvel stungið ævitekjum verkamannsins undan skatti skapast oft engin opinber umræða um málið. Það er þetta sem ég vil að fólk vakni til vitundar um. Þessir hagsmunir almennings sem við erum að berjast fyrir eru svo gríðarlega miklir. Þessir menn sem við fáumst við eru í þeirri aðstöðu að geta svipt okkur starfinu, eignunum og eftirlaununum,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkssaksóknari.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Helgi Magnús er ekki hissa á því að við séum á gráa listanum yfir peningaþvætti. Engar varnir hafi verið fyrir hendi hér til að taka á peningaþvætti og alltaf beðið eftir einhverjum tilkynningum frá bönkunum. En tilkynningarnar þaðan voru bara um smáglæpamennina, t.d. í fíkniefnaheiminum. Stórlaxarnir hafa sloppið. „En fyrir þá sem voru að eiga við þessa stóru viðskiptavini, og voru að millifæra stórar upphæðir fyrir þá, þeir kusu að koma ekki þessum upplýsingum á framfæri.“

Helgi Magnús segir líka afar slæmt hversu stjórnmálamenn eru tengdir dómsvaldinu, sem geti leitt til þess að þeir hafi áhrif á niðurstöðu dóma. Þetta lýsi sér meðal annars í því að stjórnmálamenn ákveði fjárframlög til dómsvaldsins eins og núna í Samherjamálinu. „Slíkar ákvarðanir um fjárútlát í einstökum málum eru óheppilegar. Í fyrsta lagi býður þetta upp á það að, ef við værum með þannig stjórnmálamenn að þeir vilji hafa áhrif á niðurstöðu stórra efnahagsbrotamála gegn fjársterkum aðilum sem gætu verið tengdir þeim á einhvern hátt, að þeir vilji nú kannski ekkert að þetta eða hitt málið fái framgang. Þetta býður líka heim þeirri hættu að stjórnmálamenn eru settir í þá aðstöðu að trúverðugleiki þeirra er alltaf undir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: