- Advertisement -

Fjölmiðlar eru ein forsenda þess að íslenskt lýðræði virki

Gylfi Magnússon skrifaði:

Gylfi Magnússon.

Í umræðunni um viðbrögð hins opinbera vegna Samherjahneyklisins hefur komið fram vilji bæði stjórnar og stjórnarandstöðu til að veita sérstakar fjárveitingar til saksóknara og skattayfirvalda til að rannsaka málið. Það er ágætt enda verður án efa þörf fyrir það. Hins vegar hefur ekki verið rætt um nauðsyn þess að efla sjálfstæða og gagnrýna fjölmiðla – þótt þeir hafi flett ofan af málinu. Það væri ekki síður ástæða til að tryggja fjárhag RÚV og lítilla sjálfstæðra fjölmiðla eins og Stundarinnar, sem eiga heiðurinn af uppljóstrun þessa máls. Fjölmiðlar eins og þessir tveir eru ein forsenda þess að íslenskt lýðræði virki. Þetta mál hefði aldrei verið upplýst ef allir íslenskir fjölmiðlar hefðu verið í eigu innlendra ólígarka sem niðurgreiða reksturinn til að troða sinni sýn á þjóðmálin inn á almenning.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: