- Advertisement -

Flestir „erlendir“ starfsmenn á leikskólum hér á landi

„Meðal þess sem þar kom fram var að Ísland er það land þar sem hlutfallslega flestir leikskólastarfsmenn eru fæddir í öðru landi. Hlutfallið er 13,56% hér á landi, en til samanburðar er það 6,9% í Þýskalandi og 12,3% í Noregi.“

Það var Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins sem benti á þetta á fundi borgarráðs.

„Hlutfall erlendra leikskóla starfsmanna er hátt hér á landi og menntunarstig þeirra sem vinna á íslenskum leikskólum er lægra en annars staðar. Þetta er meðal þess sem kom fram í niðurstöðum TALIS-rannsóknarinnar þar sem starfshættir á leikskólum hér á landi, í Síle, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Kóreu, Tyrklandi og Ísrael voru kannaðir. Í könnuninni voru ýmsar spurningar lagðar fyrir starfsfólk leikskóla og leikskólastjóra,“ sagði Kolbrún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún lagði fram tillögu um að verðandi starfsmenn leikskóla, sem ekki tala íslensku, sæki eitt íslenskunámskeið um það leyti sem þeir hefja störf. „Flokkur fólksins leggur til að verðandi starfsmenn leikskóla sem ekki tala íslensku sæki námskeið í íslensku áður eða stuttu eftir að þeir hefja starf. Það er erfitt fyrir starfsmann að byrja á vinnustað ef þeir eiga erfitt með að tjá sig og skilja hvað sagt er. Hluti af aðlögun nýs starfsmanns sem er af erlendu bergi brotinn ætti því að vera íslenskunámskeið. Skóla- og frístundasvið ber ávallt að reyna að tryggja að starfsmönnum líði vel í vinnunni og liður í því er að þeir sem ekki tala málið fái íslenskunámskeið.“ 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: