- Advertisement -

Flokkarnir ekki lengur hugmyndadeiglur

„Það er hugmynd forystu stjórnmálanna um lýðræði; að forystan sjálf sé styrkt gegn almenningi.“

Gunnar Smári skrifar: Lærdómur forystu stjórnmálaflokkanna af Hruninu og búsáhaldabyltingunni var að stórauka framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálaflokka, svo forysta þeirra væri ekki háð grasrót flokkanna um fjárframlög eða sjálfboðavinnu. Þessi ákvörðun, að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján, er liður í þessari þróun. Flokkarnir eru ekki lengur hugmyndadeiglur vegna þess að forysta flokkanna hefur einangrað sig frá grasrótinni, sem er ekki lengur bakland fyrir kjörna fulltrúa. Sem þurfa nú að kaupa sér aðstoð, með framlagi skattborgara.

Eftir Hrun taldi margt fólk að lærdómurinn væri aukin valddreifing og aukin þátttaka almennings. Lærdómur forystu flokkanna er þveröfugur, þeir hafa nýtt aðstöðu sína til að tryggja völd sín innan flokkanna með draga inn fé í gegnum toppinn. Og gera forystuna þar með óháðari grasrótinni. Það er hugmynd forystu stjórnmálanna um lýðræði; að forystan sjálf sé styrkt gegn almenningi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: