- Advertisement -

Flugfélag án flugvéla er til einskis

Átti ekki að stöðvað WOW miklu fyrr?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Okei, það voru flugvélaleigufyrirtækin sem stoppuðu WOW, félagið hafði enga vél til að fljúga, ein vél bundin á Keflavíkurflugvelli vegna skuldar við Isavia og restin kyrrsett í Ameríku vegna skulda við leigufyrirtækin. Það er því eitthvað annað en ábyrgð sem rak forsvarsmenn WOW loks til að skila inn flugrekstrarleyfinu, frekar raunveruleikinn: Þú flýgur ekki farþegum milli landa án flugvéla.

Það má hins vegar velta fyrir sér ábyrgð stjórnvalda, bæði samkeppnisstofnun og Isavia, sem hafa leyft WOW að fljúga þótt ljóst hafi verið frá því snemma í fyrra að félagið var ekki gjaldfært. Eftir mislukkað skuldabréfaútboð í haust var þetta enn ljósara. Ætli páskarnir í fyrra hafi ekki verið það sama og páskarnir 2008 voru gagnvart bönkunum; þá var tíminn til að skrúfa dæmið niður svo fallið myndi valda sem minnstum skaða. Það var ekki gert. WOW hefði líklega ekki dregið saman í rekstrinum nema vegna krafna frá Indigo, sem vildi skoða hvort hægt væri að halda áfram ef almesta vitleysan yrði höggvin af. En það dugði ekki til.

Stjórnvöld, þar með talinn Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, ættu því ekki að mæra ábyrgð forsvarsfólks WOW fyrir að sætta sig við að ekki er hægt að fljúga fólki milli landa án flugvéla; heldur spyrja um eigin ábyrgð á því að hafa ekki skrúfað WOW niður fyrr og ákveðnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: