- Advertisement -

Fór Stefán út af í fyrstu beygju?

Þekkt er að þáverandi valdamaður hringdi í nýjan bankastjóra ríkisbanka og sagði þetta eitt: „Þú fórst út af í fyrstu beygju.“

Þetta rifjast upp þegar Staksteinar dagsins eru lesnir. Samkvæmt því sem áður var sagt fór Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ríkisins út af í fyrstu beygju. Hann vill auka veg Ríkisútvarpsins í stað þess að draga seglin saman.

„Það var svo sem ekki við því að bú­ast að nýr út­varps­stjóri kæmi með hug­mynd­ir um að draga úr starf­semi Rík­is­út­varps­ins, en að hann ætli sé að færa kví­arn­ar enn frek­ar út er langt gengið. Hann notaði tæki­færið á blaðamanna­fundi al­manna­varna á laug­ar­dag til að kynna áform um „gullsjón­varps­stöð“ þar sem sent yrði út gam­alt efni,“ segir Davíð Oddsson í Staksteinum.

Davíð rifjar upp: „Rík­is­út­varpið rek­ur nú þegar tvær sjón­varps­stöðvar, þrjár út­varps­stöðvar og einn vef svo aug­ljóst má vera að eng­in ástæða er til að bæta við enn einni stöð rík­is­ins í sam­keppni við einka­stöðvar.“

Af milli þekkingu á hinum raunverulegu stjórnmálum skrifar hann:

„Ríkið seg­ist vilja styðja við einka­rekna miðla til að hér á landi verði ekki bara risa­stór rík­is­fjöl­miðill og svo nokkr­ir veik­b­urða einka­rekn­ir miðlar, en fátt í fram­kvæmd­inni bend­ir til að vilj­inn sé í raun til staðar.

Nú eru sagðar frétt­ir af því í Bretlandi að þar eigi að fara með virðis­auka­skatt af netáskrift­um dag­blaða niður í 0% líkt og skatt­ur­inn er af papp­írs­áskrift­un­um, auk þess að leggja nýj­an skatt á risa á borð við Google og Facebook. Þá á að fram­lengja lækkaða fast­eigna­skatta fyr­ir smærri blaðaút­gef­end­ur, sem eru auðvitað stór­ir á ís­lensk­an mæli­kv­arða.

Ætla ís­lensk stjórn­völd á sama tíma að halda uppi skött­um á einka­rekna miðla og leyfa enn frek­ari útþenslu Rík­is­út­varps­ins á þeirra kostnað?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: