- Advertisement -

Forsætisráðherra hagræddi sannleikanum

Var það viljandi sem frumvarpið var ekki flutt sem stjórnarfrumvarp svo ekki þyrfti að kostnaðarmeta það?

Fortíðin:

Talsvert hefur verið fjallað um að Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, sá til þess tvisvar að úrskurðir Kjaradóms voru felldir úr gildi. Davíð kemst ekki undan að hafa sérsniðið eftrirlaunafrumvarp að sínum högum.

Hætt var við að flytja frumvarpið sem stjórnarfrumvarp og var Halldór Blöndal látinn flytja það sem þingmannafrumvarp.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þeim málflutningi fór hann vægast sagt frjálslega með staðreyndir. Guðmundur Gunnarsson, þá formaður Rafiðnaðarsambandsins, gerði athugasemdir við frumvarpið og götóttan málflutning Davíðs.

Í fréttum sjónvarps 11. desember 2003 sagði hann : ,,Ja mér finnst það ágætt ef að það er svo að mönnum þykja þessar breytingar, sem munu kosta ríkissjóð væntanlega á næsta ári um 6 milljónir króna, ef að þær breytingar eru slíkar að það eigi að hafa áhrif á allar kjarakröfur í landinu, þá finnst mér gott að málið komi fyrir áður en það er farið í kjarasamninga heldur en málið komi fyrir eftir að öllum kjarasamningum er lokið?“

Nú liggur fyrir að eftirlaunafrumvarpið hefur valdið 650 milljón króna hækkun. Þetta er víðs fjarri því sem Davíð nefndi. Skuldbinding vegna ráðherra árið 2004 var um 83 millj. og vegna alþingismanna hækkar hún um 323 millj. króna, vegna annarra embættismanna hækkar hún um 242 millj. kr.

Nú spyr maður: Var það viljandi sem frumvarpið var ekki flutt sem stjórnarfrumvarp svo ekki þyrfti að kostnaðarmeta það?

Nú hefur fyrrverandi forsætisráðherra unnið sér rétt til töku eftirlauna skv. þessu umdeildu frumvarpi sem hann sjálfur átti frumkvæði að. Í ljós hefur komið að nokkrir aðrir háttsettir embættismenn sem eru á fullum launum hjá ríkinu, fá að auki hin rausnarlega ofureftirlaun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: