- Advertisement -

Forstjórar lífeyrissjóða snjallari en Munchausen?

Ragnar Önundarson skrifaði:

Munchausen barón var óljúgfróður og grandvar í sínum frásögnum. Honum sagðist svo frá að hann hefði óvart riðið hesti sínum ofan í keldu. Úrræðagóður greip hann til þess að rífa í hár sitt og þannig náði hann að hífa sig og hestinn upp úr keldunni.

Álíka snjallir eru forstjórar íslenskra lífeyrissjóða sem ávaxta lífeyrissparnað sjóðfélaga sinna í fákeppnisfélögum, sem okra á viðskiptavinum sínum, sem næstum allir eru líka sjóðfélagar í sjóðunum. Svei mér þá ef þeir slá ekki baróninum við, þetta er þvílík snilld! Þannig tekst þeim að sýna prýðilega ávöxtun, ár frá ári!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: