- Advertisement -

Forystan víki – annars nýr hægri flokkur

„Óðinn hefur að svo komnu máli ekki mikla skoðun á því hver getur tekið við. Hann hefur hins vegar þá skoðun að það geti enginn úr núverandi forystusveit flokksins.“

„Í fyrsta sinn í langan tíma er alvarleg umræða meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokksins að stofna hægri flokk. Óðinn ætlar nú ekki að gerast spámaður um hvort af verður. Líkurnar á því aukast verulega er núverandi forysta flokksins víkur ekki af sjálfsdáðum, fyrr en seinna,“ skrifar Óðinn Viðskiptablaðsins.

„Óðinn hefur að svo komnu máli ekki mikla skoðun á því hver getur tekið við. Hann hefur hins vegar þá skoðun að það geti enginn úr núverandi forystusveit flokksins.“

Óðinn skrifar um fylgishrun stjórnarflokkanna þriggja:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fylgið við ríkisstjórnarflokkanna er í frjálsu falli þessa dagana. Það hefur minnkað um 10,6% frá því í október. Það kemur engum á óvart. Það er öllum að verða það betur og betur ljóst að ríkisstjórnin er ábyrg fyrir verðbólgubálinu sem logar glatt. Og eins og Óðinn fjallaði um fyrir tveimur vikum þá hefur  ríkisstjórnin ekkert gert til að draga úr ríkisútgjöldunum sem er stór ástæða verðbólgunnar.

Óðinn ætlar reyndar að spá því að ef verðbólgan helst há næstu mánuðina muni fylgi ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að hrynja.

Fylgi Vinstri grænna hefur helmingast frá kosningum, úr 12,6% í 6,6%. Það er 47,7% lækkun. Fylgi Framsóknarflokksins er líka hrunið, farið úr 17,3% í 9,6%. Það er nú ekki nema 44,5% lækkun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið svo lítið í áratug að það er ómögulegt fyrir það að minnka. Það hefur þó farið úr 24,4% í 21,9%. Á líftíma þessarar ríkisstjórnar hefur það lægst farið í 19,8%. Það var í apríl í fyrra, korteri fyrir sveitastjórnarkosningarnar, vegna sölunnar á Íslandsbanka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: