Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að enda pólitískan feril sinn á sérstakan hátt. Hann talar sig hásan og rænulitlan í málþófi sem skaðar ekki bara hann sjálfan, hann virðist harðákveðin að draga Framsóknarflokkinn með sér fram af bjargbrúninni. Merkileg afstaða.
Svo virðist sem enginn ætli að grípa í stýrið til að forða fyrirséðu dauðaslysi elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Margur kann að segja að farið hafi fé betra.
Ný skoðanakönnun:
„Minnst ánægja er með störf Framsóknarflokksins en aðeins níu prósent segja flokkinn hafa staðið sig vel. Ánægja með störf hinna stjórnarandstöðu flokkanna tveggja er örlítið meiri. 15 prósent segja Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig vel og 17 prósent að Miðflokkurinn hafi staðið sig.“