- Advertisement -

Frekjan í Samherjaforystunni ríður ekki við einteyming

Er það vegna þess að þeir eru saklausir?

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Það er sama hvert Samherjamálið er flutt. Markmið er að ná 322 milljónum af almenning í gegnum Seðlabankann. Það dugar kvótakóngunum í Samherja ekki að stela arðinum af auðlindinni okkar. Þeir vilja meira úr vösum almennings. Það á að rýja okkur inn að skinni. Við erum að tala um svo háar upphæðir að hægt væri að hækka laun láglaunafólks, bjarga heilbrigðiskerfinu og samgöngukerfinu svo dæmi séu tekin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Frekjan í Samherjaforystunni er slík að ekki ríður við einteyming. Og mjög líklega mun kerfið bakka þá upp enda stjórna þeir öllu í þjóðfélaginu bak við tjöldin.

Af hverju sluppu Þorsteinn í Samherja og co þrátt fyrir grun um brot á gjaldeyrislögum? Er það vegna þess að þeir eru saklausir? Nei aldeilis ekki, það hefur ekki verið sannað. Málið var eitt af 3 tugum málum sem voru bara felld niður vegna formgalla. Vegna þess að Seðlabankanum láðist að fá þáverandi viðskiptaráðherra til að samþykkja reglur bankans um gjaldeyrismál.

Hins vegar fullyrðir Þorsteinn og co að þeir séu alsaklausir af öllum ásökunum um brot á gjaldeyrislögum. Það sé Seðlabankinn og RÚV sem hafi brotið af sér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: